Haukur skoraði níu stig í tapi

Haukur Helgi Pálsson var atvkæðamikill í liði Nanterre í dag.
Haukur Helgi Pálsson var atvkæðamikill í liði Nanterre í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleikskappinn Haukur Helgi Pálsson skoraði 9 stig, tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar þegar lið hans Nanterre tapaði á útivelli fyrir Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni í dag, 75:63. Nanterre byrjaði leikinn betur og var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Mónakó tókst hins vegar að jafna metin í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 37:37.

Mónakó vann þriðja leikhlutann með fimm stigum og í fjórða og síðasta leikhlutanum seig Mónakó hægt og rólega fram úr og vann að lokum tólf stiga sigur. Haukur Helgi spilapi í rúmlega 27. mínútu í dag en Nanterre er í fjórtánda sæti deildarinnar með einn sigur eftir fyrstu þrjá leiki sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert