Fimmti stigahæsti frá upphafi

LeBron James.
LeBron James. AFP

LeBron James fór í nótt upp fyrir goðsögnina Wilt Chamberlain á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar í körfuknattleik frá upphafi. 

James fór upp fyrir Chamberlain þegar LA Lakers sigraði Portland Trail Blazers í borg englanna en Chamberlain spilaði einnig fyrir Lakers á sínum tíma. 

Chamberlain skoraði alls 31.419 stig í deildinni á ferlinum og fellur nú niður í 6. sæti listans en James er nú með 31.425 stig. 

Kareem Abdul Jabbar er sá stigahæsti frá upphafi með 38.387 stig. Næstur kemur Karl Malone með 36.928 og þá Kobe Bryant 33.643. Michael Jordan er í fjórða sæti listans með 32.292 stig og því er nokkuð langt í hann fyrir James eins og er. 

Jordan er sá eini þeirra sex stigahæstu sem aldrei spilaði með LA Lakers. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert