KR og ÍR af öryggi í átta liða

Íslandsmeistararnir eru komnir áfram í átta liða úrslit.
Íslandsmeistararnir eru komnir áfram í átta liða úrslit. mbl.is/Árni Sæberg

KR og ÍR eru komin áfram í átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta eftir sannfærandi sigra í dag. KR hafði betur gegn KR B, 129:54 og ÍR vann ÍA á heimavelli, 104:73. 

Eins og gefur að skilja reyndist KR B ekki mikil fyrirstaða fyrir aðalliðið. Yngri leikmenn fengu að spreyta sig hjá aðalliðinu og Vilhjálmur Kári Jensson og Orri Hilmarsson skoruðu 26 stig hvor fyrir KR. Skarphéðinn Freyr Ingason skoraði 15 stig fyrir KR B. 

ÍR leyfði sömuleiðis yngri leikmönnum að spreyta sig gegn 1. deildarliði ÍA. Skúli Kristjánsson var stigahæstur hjá ÍR með 19 stig og Gerald Robinson skoraði 18. Hjalti Ásberg Þorleifsson var stigahæstur hjá ÍA með 17 stig. 

ÍR - ÍA 104:73

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Bikarkeppni karla, 15. desember 2018.

Gangur leiksins:: 13:2, 17:6, 22:13, 22:16, 23:20, 23:29, 31:33, 35:35, 41:43, 52:45, 62:51, 78:60, 83:62, 89:72, 95:72, 104:73.

ÍR: Skúli Kristjánsson 19/6 fráköst, Gerald Robinson 18/8 fráköst/6 stoðsendingar, Benoný Svanur Sigurðsson 14/6 fráköst/3 varin skot, Sæþór Elmar Kristjánsson 14/4 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 10, Einar Gísli Gíslason 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Trausti Eiríksson 6/8 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5/8 fráköst, Ísak Máni Wíum 3/4 fráköst, Helgi Tómas Helgason 3, Ingvar Hrafn Þorsteinsson 2, Daði Berg Grétarsson 2.

Fráköst: 36 í vörn, 18 í sókn.

ÍA: Hjalti Ásberg Þorleifsson 17/12 fráköst, Chaz Malik Franklin 16/14 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Frímannsson 16/15 fráköst, Sindri Leví Ingason 12/6 fráköst, Arnór Smári Bjarnason 9, Ragnar Sigurjónsson 3.

Fráköst: 33 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Sigurður Jónsson, Hjörleifur Ragnarsson.

Áhorfendur: 102

KR-b - KR 54:129

DHL-höllin, Bikarkeppni karla, 15. desember 2018.

Gangur leiksins:: 4:6, 6:12, 8:22, 11:27, 12:39, 16:44, 21:46, 21:54, 21:66, 21:77, 28:88, 30:96, 38:109, 42:118, 44:119, 54:129.

KR-b: Skarphéðinn Freyr Ingason 15/7 fráköst, Sveinn Blöndal 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6, Böðvar Eggert Guðjónsson 4, Ólafur Már Ægisson 3, Halldór Bachmann 3, Ellert Arnarson 2, Helgi Már Magnússon 2, Guðmundur Þór Magnússon 2/7 fráköst.

Fráköst: 17 í vörn, 10 í sókn.

KR: Vilhjálmur Kári Jensson 26/4 fráköst, Orri Hilmarsson 26/5 fráköst, Julian Boyd 17/4 fráköst, Dino Stipcic 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Finnur Atli Magnússon 9, Alfonso Birgir Söruson Gomez 9/4 fráköst, Kristófer Acox 8/4 fráköst, Emil Barja 4/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 3/5 fráköst/6 stoðsendingar, Andrés Ísak Hlynsson 3.

Fráköst: 34 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Helgi Jónsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 40

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert