Bikarmeistararnir af öryggi áfram

Tindastóll varð bikarmeistari eftir sigur á KR á síðustu leiktíð.
Tindastóll varð bikarmeistari eftir sigur á KR á síðustu leiktíð. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Bikarmeistarar Tindastóls eru komnir áfram í átta liða úrslit Geysisbikars karla eftir öruggan 97:71-sigur á 1. deildarliði Fjölnis á heimavelli sínum í dag. Tindastóll náði fljótt fínu forskoti sem liðið hélt út allan leikinn. 

Philip Alawoya skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Tindastól og Dino Butorac bætti við 19 stigum. Srdan Stojanovic var stigahæstur hjá Fjölni með 20 stig. 

Skallagrímur þurfti að hafa fyrir hlutunum á heimavelli gegn Selfossi, en lokatölur urðu 79:72. Matej Buovac skoraði 20 stig fyrir Skallagrím og Aundre Jackson 19. Michael Rodríguez skoraði 23 stig fyrir Selfoss. 

Stjarnan vann svo 104:89-sigur á Hamri í Hveragerði. Ægir Þór Steinarsson skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna, eins og Antti Kanervo. Everage Lee Richardson skoraði 29 stig og tók 11 fráköst fyrir Hamar. 

Tindastóll - Fjölnir 97:71

Sauðárkrókur, Bikarkeppni karla, 16. desember 2018.

Gangur leiksins:: 2:0, 7:4, 14:10, 20:14, 24:23, 28:23, 34:30, 43:37, 48:39, 54:46, 59:51, 68:58, 75:60, 80:65, 85:68, 97:71.

Tindastóll: Philip B. Alawoya 27/17 fráköst, Dino Butorac 19, Brynjar Þór Björnsson 17, Pétur Rúnar Birgisson 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 5/5 fráköst, Danero Thomas 4, Friðrik Þór Stefánsson 3, Hannes Ingi Másson 3, Ragnar Ágústsson 3, Helgi Rafn Viggósson 2/5 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 16 í sókn.

Fjölnir: Srdan Stojanovic 20/6 fráköst, Anton Olonzo Grady 18/12 fráköst, Róbert Sigurðsson 14/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 8, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8, Davíð Alexander H. Magnússon 3.

Fráköst: 22 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 250

Skallagrímur - Selfoss 79:72

Borgarnes, Bikarkeppni karla, 16. desember 2018.

Gangur leiksins:: 3:8, 7:10, 16:15, 22:25, 26:29, 29:32, 36:32, 41:37, 47:44, 54:46, 58:48, 62:56, 65:56, 71:61, 75:65, 79:72.

Skallagrímur: Matej Buovac 20/6 fráköst, Aundre Jackson 19/4 fráköst, Domogoj Samac 13/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 10/6 fráköst, Kristófer Gíslason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Ásgeirsson 3/4 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2/5 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Selfoss: Michael E Rodriguez 23/6 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 15/9 fráköst, Ari Gylfason 14/6 fráköst, Arminas Kelmelis 11/4 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 4/4 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 3, Björn Ásgeir Ásgeirsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 120

Hamar - Stjarnan 89:104

Hveragerði, Bikarkeppni karla, 16. desember 2018.

Gangur leiksins:: 4:9, 12:18, 16:25, 18:31, 21:35, 26:40, 36:43, 42:51, 52:62, 60:72, 68:77, 72:77, 76:83, 78:89, 85:98, 89:104.

Hamar: Everage Lee Richardson 29/11 fráköst/8 stoðsendingar, Florijan Jovanov 20, Marko Milekic 15/9 fráköst, Dovydas Strasunskas 12, Oddur Ólafsson 5/6 stoðsendingar, Gabríel Sindri Möller 4, Geir Elías Úlfur Helgason 4.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Stjarnan: Antti Kanervo 23, Ægir Þór Steinarsson 23/6 stoðsendingar, Paul Anthony Jones III 17, Tómas Þórður Hilmarsson 14/14 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 10, Collin Anthony Pryor 8/6 fráköst, Dúi Þór Jónsson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Ágúst Angantýsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert