Doncic og félagar unnu eftir háspennu

Luka Doncic er að spila afar vel með Dallas Mavericks.
Luka Doncic er að spila afar vel með Dallas Mavericks. AFP

Dallas Mavericks vann sterkan 105:103-sigur á Oklahoma City Thunder í NBA-körfuboltanum í nótt. Oklahoma var með 103:99-forystu þegar skammt var eftir en Dallas skoraði sex síðustu stigin og tryggði sér sigur. 

Luka Doncic átti flottan leik að vanda fyrir Dallas og var stigahæstur í liðinu með 25 stig, en fimm leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Paul George skoraði 36 stig fyrir Oklahoma, sem er í þriðja sæti vesturdeildarinnar og Dallas í tólfta sæti. 

Toronto Raptors er í öðru sæti austurdeildarinnar með 27 sigra og ellefu töp eftir 95:89-sigur á heimavelli gegn Chicago Bulls. Kawhi Leonard skoraði 27 stig fyrir Toronto og Pascal Siakam gerði 20 og tók 12 fráköst. Lauri Markkanen skoraði 18 stig fyrir Chicago. 

Glæsilegur endasprettur Los Angeles Lakers tryggði liðinu 121:114-heimasigur á Sacramento Kings. LeBron James lék ekki með Lakers vegna meiðsla og óttuðust stuðningsmenn liðsins það versta í stöðunni 110:103 fyrir Sacramento, skömmu fyrir leikslok. 

Lakers skoraði hins vegar 18 af síðustu 22 stigunum og tryggði sér góðan sigur. Kentavious Caldwell-Pope var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. De'Aron Fox skoraði 26 fyrir Sacramento. 

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum: 
Orlando Magic - Detroit Pistons 109:107
Miami Heat - Minnesota Timberwolves 104:113
Toronto Raptors - Chicago Bulls 95:89
Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 105:103
Portland Trail Blazers 129:95
Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 121:114

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert