Rekinn eftir stóran sigur sinna manna

Russell Westbrook var með þrefaldra tvennu í tólfta sinn á …
Russell Westbrook var með þrefaldra tvennu í tólfta sinn á tímabilinu. AFP

Án stórstjörnunnar LeBron James gengur lítið hjá Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en liðið steinlá fyrir Minnesota Timberwolves, 108:86, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Góður sigur Minnesota kom þó ekki í veg fyrir að Tom Thibodeau var rekinn úr starfi þjálfara liðsins en honum var tilkynnt um brottreksturinn skömmu eftir leikinn. Hann hefur þjálfað liðið frá árinu 2016.

Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Minnesota og tók 18 fráköst og Andrew Wiggins skoraði einnig 28 stig, þar af 25 í fyrri hálfleik.

Toronto Raptors stöðvaði sex leikja sigurhrinu Indiana Pacers en Toronto vann öruggan sigur 121:105. Norman Powell var stigahæstur í liði Toronto með 23 stig. Bojan Bogdanovic skoraði 21 stig fyrir Indiana sem hefur tapað 14 af síðustu 16 leikjum sínum á móti Toronto.

Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu fyrir Oklahoma City Thunder en hún dugði liðinu skammt því það tapaði fyrir Washington Wizards 116:98. Bradley Beal skoraði 25 stig fyrir Washington en Westbrook var með 22 stig, tók 15 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Þetta var tólfta þrefalda tvenna hans á tímabilinu og sú 116. á ferlinum.

Úrslitin í nótt:

Toronto - Indiana 121:105
Atlanta - Miami 106:82
Phoenix - Charlotte 113:119
Oklahoma - Washington 98:116
Chicago - Brooklyn 100:117
Minnesota - LA Lakers 108:86
LA Clippers - Orlando 106:96

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert