Skoruðu 51 stig í fyrsta leikhluta

Klay Thompson skoraði 31 stig fyrir meistarana í Golden State.
Klay Thompson skoraði 31 stig fyrir meistarana í Golden State. AFP

Meistararnir í Golden State Warriors skráðu nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt þegar þeir burstuðu Denver Nuggets 142:111 á útivelli í uppgjöri tveggja efstu liða Vesturdeildarinnar.

Golden State fór á kostum í fyrsta leikhlutanum en liðið gerði sér lítið fyrir og skoraði þá 51 stig og það er nýtt met í NBA-deildinni. Meistararnir skoruðu tíu þriggja stiga körfur í leikhlutanum sem er líka met í deildinni. Phoenix Suns átti metið yfir fjölda stiga í fyrsta leikhlutanum en það skoraði 50 stig í leik einnig á móti Denver í nóvembermánuði árið 1990.

„Þetta var flugeldasýning og liðið spilaði yndislegan körfubolta,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, þegar hann lýsti frammistöðu sinna manna í fyrsta leikhlutanum. Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu 31 stig hvor og Kevin Durant skoraði 27. Michael Beasley var stigahæstur í liði Denver með 22 stig.

Philadelphia burstaði Minnesota 149:107 þar sem Joel Embiid skoraði 31 stig og tók 13 fráköst í liði Philadelphia. Liðið skoraði 83 stig í fyrri hálfleik og setti félagsmet með því að skora 21 þriggja stiga körfur í leiknum.

Úrslitin í nótt:

Atlanta - Oklahoma 142:126
Denver - Golden State 111:142
Milwaukee - Miami 124:86
Indiana - Phoenix 131:97
Philadelphia 149:107
LA Clippers - Chicago 107:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert