Góður leikur Martins dugði ekki til

Martin Hermannsson átti góðan leik í tapi.
Martin Hermannsson átti góðan leik í tapi. Ljósmynd/eurocupbasketball.com

Martin Hermannsson átti góðan leik er hann og liðsfélagar hans í Alba Berlín máttu þola 85:91-tap fyrir Göttingen á útivelli í efstu deild Þýskalands í körfubolta í dag. 

Martin skoraði 19 stig, átti átta stoðsendingar og tók tvö fráköst á 30 mínútum. Hann var næststigahæstur í sínu liði og með flestar stoðsendingar. 

Tapið var frekar óvænt því Alba er í þriðja sæti með 22 stig og Göttingen nú með 14 stig í 13. sæti. 

mbl.is