Stóra markmiðið að verða Íslandsmeistarar

Antti Kanervo fagnar sigrinum í bikarkeppninni ásamt stuðningsmönnum.Stjörnunnar.
Antti Kanervo fagnar sigrinum í bikarkeppninni ásamt stuðningsmönnum.Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Finninn snjalli hjá Stjörnunni, Antti Kanervo, segir að fyrsta leiknum loknum í úrslitakeppninni hefjist skák á milli liðanna sem geri rimmur í úrslitakeppnum skemmtilegar. Hann segir mikilvægt að hugsa bara um fyrsta leikinn í kvöld til að byrja með. 

„Menn þurfa að hugsa bara um fyrsta leikinn til að byrja með. Rimman vinnst ekki í fyrsta leiknum og mótið vinnst ekki í fyrsta leiknum. En þegar honum er lokið tekur við skák þar sem tapliðið reynir að breyta einhverju í sínum leik og vinningsliðið tekur mið af því,“ sagði Kanervo þegar mbl.is ræddi við hann á blaðamannafundi en Stjarnan mætir Grindavík í Ásgarði í kvöld í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik.

„Tímabilið hefur verið gott hjá okkur því við unnum bikarinn og urðum efstir í deilddakeppninni. En þegar við settum þetta lið saman þá var stóra markmiðið að verða Íslandsmeistarar. Við höfum ekki náð því ennþá og getum enn bætt okkur. Ef okkur tekst það þá eigum við góða möguleika,“ sagði Kanervo ennfremur. 

Stjarnan og Grindavík mætast í kvöld klukkan 19:15. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert