Stúlkur Hrannars í úrslitaeinvígið

Hrannar Hólm hefur m.a. verið landsliðsþjálfari Dana í kvennaflokki og …
Hrannar Hólm hefur m.a. verið landsliðsþjálfari Dana í kvennaflokki og er hér í leik gegn Íslandi fyrir nokkrum árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Körfuknattleiksþjálfarinn Hrannar Hólm er kominn með lið sitt Stevnsgade í úrslitaeinvígið um danska meistaratitilinn í kvennaflokki eftir að hafa unnið Aabyhöj 3:1 í undanúrslitum.

Með því komu Hrannar og hans stúlkur fram hefndum frá því fyrr í vetur þegar þær töpuðu úrslitaleik bikarkeppninnar gegn Aabyhöj.

Stevnsgade hafnaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og mætir í úrslitunum liði BK Amager, sem hafnaði í þriðja sæti en sló út deildarmeistarana í Hörsholm, 3:0.

Úrslitaeinvígið hefst miðvikudaginn 24. apríl og þrjá sigra þarf til að verða danskur meistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert