KR-ingar verða að svara á vellinum og í stúkunni

Kristófer Acox í baráttunni við Sigurkarl Jóhannesson í fyrsta leik …
Kristófer Acox í baráttunni við Sigurkarl Jóhannesson í fyrsta leik liðanna í Vesturbænum. mbl.iS/Eggert

Ríkjandi fimmfaldir Íslandsmeistarar KR í körfuknattleik freista þess í kvöld að jafna úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn eftir tap í framlengdum fyrsta leik rimmunnar við ÍR fyrr í vikunni. ÍR vann fyrsta leikinn 89:83 og þurfa KR-ingar að sækja til sigurs í Seljaskóla í kvöld þar sem flautað verður til leiks klukkan 20.

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi eitthvað undarlegt legið í loftinu fyrir fyrsta leikinn í einvíginu. Það leiði til þess að breyta þurfi á einhvern hátt nálguninni í undirbúningi liðsins fyrir annan leikinn í kvöld.

„Það var eitthvað skrítið andrúmsloft, bæði hjá mér og leikmönnum. Það var eitthvað í loftinu sem maður getur ekki útskýrt,“ segir Ingi Þór um fyrsta leikinn og segir jafnframt að listinn af því sem fór úrskeiðis hjá KR-liðinu í fyrsta leik sé langur.

Klárt mál að við erum tilbúnir

Meðal þess sem Ingi nefnir er að einhver skrekkur hafi verið í mönnum að byrja úrslitaeinvígið, en áður hafði liðið slegið út Þór Þorlákshöfn og Keflavík. Menn séu hins vegar búnir að hrista af sér fyrsta leik og horfi fram á veginn.

„Við gerum breytingar, en gerum ekki allt upp á nýtt. Við þurfum að svara því sem misfórst hjá okkur og það er klárt mál að við erum tilbúnir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel og ætlum að laga það sem misfórst. Við erum mjög spenntir að jafna seríuna,“ segir Ingi Þór.

Sjá má greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert