Jón Halldór tekinn við Keflavík

Jón Halldór og Hörður Axel handsala samninginn.
Jón Halldór og Hörður Axel handsala samninginn. Ljósmynd/Facebook-síða Keflavíkur

Jón Halldór Eðvaldsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik og tekur við starfi Jóns Guðmundssonar sem ákvað að láta af störfum eftir nýliðna leiktíð.

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson verður aðstoðarmaður Jóns Halldórs en Hörður er einn af lykilmönnum Keflavíkurliðsins. Jón Halldór hefur áður stýrt kvennaliði Keflavíkur en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árin 2008 og 2011.

Þá hefur Finnur Jónsson, fyrrverandi þjálfari karlaliðs Skallagríms, verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur og verður þar Sverri Þór Sverrissyni innan handar. Jón Guðmundsson var í því starfi samhliða þjálfun kvennaliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert