Stórveldi ekki með nema skuld verði greidd

Hörður Axel Vilhjálmsson kunnasti leikmaður Keflvíkinga síðustu árin.
Hörður Axel Vilhjálmsson kunnasti leikmaður Keflvíkinga síðustu árin. mbl.is/Hari

Fáein körfuknattleiksfélög, þar á meðal stórveldi Keflavíkur, hafa nú hálfan mánuð til þess að gera upp skuldir við Körfuknattleikssamband Íslands. Heildarskuldir þessara félaga við KKÍ nema yfir 7 milljónum króna. Greiði þau ekki sínar skuldir fyrir 1. júní næstkomandi fá þau ekki keppnisleyfi fyrir sín lið á næstu leiktíð.

Það virðist því raunveruleg hætta á að Keflavík, með sína 16 Íslandmeistaratitla í kvennaflokki og 9 Íslandsmeistaratitla í karlaflokki, tefli ekki fram liðum á næstu leiktíð. Á ársþingi KKÍ í mars, þar sem Keflavík átti ekki þingfulltrúa vegna skulda við sambandið, var einmitt samþykkt ályktun um að stjórn KKÍ beitti félög þeim viðurlögum sem eru í reglum sambandsins vegna vangreiddra gjalda. 

Ingvi Þór Hákonarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segir enga hættu á að félagið tefli ekki fram liðum á næstu leiktíð, en viðurkennir að skuldir við KKÍ hafi lent aftarlega í forgangsröðuninni á erfiðu rekstrartímabili. Miklu hefði breytt fyrir félagið ef karlalið þess hefði til að mynda náð lengra í úrslitakeppninni í vor, með tilheyrandi tekjum af miðasölu, en í staðinn féll liðið út í 8-liða úrslitum, 3:0, gegn Íslandsmeisturum KR.

Ingvi segir skuldir Keflavíkur við KKÍ hins vegar ekki verulegar og að þær verði greiddar á næstu dögum. Engin hætta sé á að félagið tefli ekki fram liðum á næstu leiktíð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins nema skuldir Keflvíkinga hátt í 3 milljónum króna.

Greinina í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert