Liðsstyrkur til Keflvíkinga

Andrés Ísak og Veigar Áki Hlynssynir handsala samninginn við Keflvíkinga.
Andrés Ísak og Veigar Áki Hlynssynir handsala samninginn við Keflvíkinga. Ljósmynd/Keflavík

Bræðurnir Andrés Ísak og Veigar Áki Hlynssynir eru gengnir í raðir úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í körfuknattleik en þetta kemur fram á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.

Þeir bræður eru uppaldir í KR og hafa báðir verið í yngri landsliðum Íslands. Andrés er tvítugur alhliða leikmaður sem var nýlega valinn í U20 landslið Íslands. Veigar er átján ára bakvörður og var meðal annars valinn eitt af 100 mestu efnum Evrópu eftir Evrópumótið í U16.

Þá hafa Keflvíkingar samið við Deane Williams um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Síðustu þrjú árin hefur Williams spilað með Augusta-háskólanum í Bandaríkjunum. Á sínu lokaári skoraði hann 16 stig, tók 9 fráköst, 2 stoðsendingar og varði 2,4 skot að meðaltali. Áður en Deane fór í háskóla í Bandaríkjunum spilaði hann þrjú ár í efstu deild í Bretlandi í Bristol Flyers.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert