Súr niðurstaða hjá Martin

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Ljósmynd/@albaberlin

Martin Hermannsson og samherjar í Alba Berlín misstu niður forskot á lokamínútunum í fyrsta úrslitaleiknum gegn Bayern München um þýska meistaratitilinn í körfuknattleik í München í gær.

Bayern sigraði 74:70 og er því 1:0 yfir en vinna þarf þrjá leiki til að verða Þýskalandsmeistari. Næsti leikur liðanna verður í hinni glæsilegu Mercedes Benz-höll í Berlín en Bæjarar fengu gríðarlegan stuðning á áhorfendapöllunum í gær.

Alba Berlín var átta stigum yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum og fimm stigum yfir þegar tvær og hálf voru eftir en lokakaflinn fór illa hjá Berlínarliðinu.

Martin skoraði 5 stig í leiknum og hitti úr tveimur af sex skotum sínum. Hann gaf auk þess þrjár stoðsendingar á samherja sína, tók 4 fráköst og stal boltanum tvívegis.

Bayern er ríkjandi meistari en sömu lið mættust í úrslitum fyrir ári síðan en þá var Martin ekki kominn í raðir Alba.

Alba Berlín varð síðast meistari árið 2008 en hefur þrívegis tapað úrslitarimmu eftir það: 2011, 2014 og 2018. Í fyrra gegn Bayern eins og áður segir en í þeirri rimmu komst Alba 1:0 yfir.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert