Irving til liðs við Brooklyn Nets

Kyrie Irving með boltann í leik með Boston.
Kyrie Irving með boltann í leik með Boston. AFP

Körfuknattleiksmaðurinn Kyrie Irving er búinn að semja við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Irving er 27 ára gamall og hefur leikið með Boston Celtic undanfarin tvö ár en var þar áður í herbúðum Cleveland Cavaliers í sex ár og vann NBA-meistaratitilinn með því árið 2016. Þá varð hann ólympíumeistari með Bandaríkjamönnum í Ríó fyrir þremur árum.

Hann skoraði 23,8 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 6,9 stoðsendingar að meðaltali í 67 leikjum með Boston á síðustu leiktíð.

mbl.is