Strákarnir réðu ekki við sterka Rússa

Íslenski U20 ára landsliðshópurinn sem keppir á EM í Portúgal.
Íslenski U20 ára landsliðshópurinn sem keppir á EM í Portúgal. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U20 ára landslið karla í körfuknatt­leik tapaði fyrir sterku liði Rússa 90:69 í þriðja leik sínum í B-deild Evrópumótsins í Rússlandi í dag.

Rússar voru fjórum stigum yfir 22:18 eftir fyrsta leikhlutann en í hálfleik var staðan 43:29 Rússunum í vil. Þeir héldu fengnum hlut í seinni hálfleik og lönduðu að lokum 21 stigs sigri.

Orri Hilmarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig, Hilmar Smári Henningsson skoraði 13 og Hilmar Pétursson og Arnór Sveinsson voru með 11 stig hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert