Ísland í sjöunda sæti í Portúgal

Hilmar Smári Henningsson átti gott mót hjá íslenska liðinu.
Hilmar Smári Henningsson átti gott mót hjá íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri hafnaði í sjöunda sæti í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í Portúgal. Ísland hafði betur gegn Georgíu, 94:90, í lokaleik sínum í dag. 

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda, en íslenska liðið var með forystuna stærstan hluta leiks. Georgía minnkaði muninn í tvö stig á lokasekúndunum, en Hilmar Smári Henningsson skoraði úr tveimur vítum í blálokin og tryggði íslenskan sigur. 

KR-ingurinn Orri Hilmarsson var stigahæstur hjá Íslandi með 22 stig, Hilmar Smári Henningsson gerði 20 stig og Arnór Sveinsson skoraði 19 stig. Hilmar Pétursson og Bjarni Jónsson gerðu 12 stig hvor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert