Mæta Slóvenum, Grikkjum og Búlgörum

Kvennalandsliðið byrjar undankeppni EM í nóvember.
Kvennalandsliðið byrjar undankeppni EM í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik mætir Slóveníu, Grikklandi og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins 2021 en dregið var til riðla í München í dag.

Lokakeppnin fer fram í Frakklandi og á Spáni sumarið 2021 en í undankeppninni leika 33 þjóðir um fjórtán laus sæti. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn, en Slóvenía kom úr fyrsta flokki, Grikkland úr öðrum og Búlgaría úr fjórða og neðsta flokki.

Leikið er heima og heiman og undankeppnin hefst í nóvember á þessu ári.

mbl.is