Ástralía með fullt hús eftir dramatík

Áströlsku leikmennirnir fagna vel í leikslok.
Áströlsku leikmennirnir fagna vel í leikslok. AFP

Ástralía vann alla fimm leiki sína í riðlakeppni HM karla í körfubolta sem fram fer í Kína. Ástralía mætti Frökkum í úrslitaleik um toppsæti milliriðils L í dag og vann dramatískan 100:98-sigur. 

Patty Mills, leikmaður San Antonio Spurs, skoraði 30 stig fyrir Ástralíu og Evan Fournier hjá Orlando Magic 31 stig fyrir Frakkland. Staðan var 98:98 þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka en Ástralía hafði betur í blálokin og tryggði sér sigurinn á vítalínunni þökk sé Mitchell Creek. 

Bandaríkin ljúka leik í milliriðli K með fullt hús stiga eftir 89:73-sigur á Brasilíu. Myles Turner og Kemba Walker skoruðu 16 stig hvor fyrir bandaríska liðið.

Átta liða úrslitin byrja á morgun þegar Argentína og Serbía mætast annars vegar og Spánn og Pólland hins vegar. Síðari tveir leikir átta liða úrslitanna eru spilaðir á miðvikudag. 

Átta liða úrslit: 

Argentína - Serbía 
Bandaríkin - Frakkland
Spánn - Pólland 
Ástralía - Tékkland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert