Orri á reynslu í Þýskalandi

Orri Gunnarsson er fæddur 21. ágúst og er því nýorðinn ...
Orri Gunnarsson er fæddur 21. ágúst og er því nýorðinn 16 ára gamall. Ljósmynd/Stjarnan

Orri Gunnarsson, 16 ára leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann mun æfa með þýsku fyrstudeildarliðunum Bonn og Alba Berlín en þetta kemur fram á facebooksíðu félagsins.

Orri var lykilmaður í liði U16 ára landsliðsins á Norðurlanda- og Evrópumeistaramótinu í sumar þar sem hann vakti athygli þýsku liðanna. Martin Hermannsson er samningsbundinn Alba Berlín en Orri mun æfa með unglingaakademíum liðanna á næstu dögum.

mbl.is