Fanney Lind í raðir Breiðabliks

Fanney Lind Thomas í leik með Skallagrími.
Fanney Lind Thomas í leik með Skallagrími. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuboltakonan Fanney Lind Thomas hefur samið við Breiðablik og mun hún leika með liðinu á komandi tímabili. Leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við Karfan.is í dag. 

Fanney, sem er 29 ára gömul, hefur ekki leikið síðan hún lagði skóna tímabundið á hilluna í nóvember 2017 vegna höfuðmeiðsla sem hún varð fyrir í leik gegn Val með Skallagrími. 

Fanney hefur leikið með Skallagrími, Þór Akureyri, Tindastóli, Fjölni, Val og Hamri á ferli sínum. Hún hefur auk þess leikið með íslenska landsliðinu. 

mbl.is