Keflavík lagði grunninn í fyrri hálfleik

Daniela Wallen úr Keflavík með boltann í kvöld. Jannetje Guijt …
Daniela Wallen úr Keflavík með boltann í kvöld. Jannetje Guijt úr Haukum er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík náði í sinn fyrsta sigur í Dominos-deild kvenna í körfubolta er liðið lagði Hauka á útivelli, 65:54. Keflavík lagði grunninn að sigrinum með glæsilegum fyrri hálfleik. 

Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Haukar réðu illa við sterka pressuvörn Keflavíkur. Hvað eftir annað lentu leikmenn Hauka í vandræðum og köstuðu boltanum annaðhvort beint út af, eða í hendur Keflvíkinga.

Hinum megin refsuðu Keflvíkingar hvað eftir annað og spiluðu sig vel í gegnum vörn Hauka, sem var ekki mikil fyrirstaða. Þegar fyrri hálfleikurinn var búinn munaði 21 stigi á liðunum, 41:20. 

Keflavík hélt áfram að auka muninn í byrjun seinni hálfleiks og varð hann mestur 28 stig í stöðunni 48:20. Þá tóku Haukar við sér og með betra varnarleik tókst liðinu að saxa á forskotið. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 53:36, Keflavík í vil. 

Haukar minnkuðu muninn í níu stig þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir, 56:47, en nær komust heimakonur ekki og Keflvíkingar gátu fagnað sínum fyrstu stigum. Haukar eru einnig með tvö stig eftir sigur á Skallagrími í fyrsta leik. 

Gangur leiksins:: 4:4, 7:9, 9:15, 11:22, 13:28, 20:31, 20:37, 20:41, 22:48, 24:50, 31:50, 36:53, 38:55, 44:56, 47:58, 54:65.

Haukar: Lovisa Bjort Henningsdottir 31/8 fráköst/5 varin skot, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Seairra Barrett 8, Jannetje Guijt 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 1/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 5 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 33/20 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/8 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Anna Ingunn Svansdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Friðrik Árnason, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 102

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Haukar 54:65 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is