Davíð Tómas dæmir í Svíþjóð

Davíð Tómas Tómasson.
Davíð Tómas Tómasson. Ljósmynd/KKÍ

FIBA-dómarinn Davíð Tómas Tómasson verður einn þriggja dómara í leik sænska liðsins Lulea og Artego Bydgoszcz frá Póllandi í Evrópubikar kvenna á morgun. 

Davíð hefur verið alþjóðadómari síðan árið 2017 og hefur hann fyrst og fremst dæmt í Evrópukeppnum kvenna til þessa. 

Rún­ar Birg­ir Gísla­son verður eftirlitsmaður á leik Donar Groningen frá Hollandi og Phoenix Brussels frá Belgíu í Evrópubikar karla í kvöld. 

mbl.is