Sama krafan er alltaf til staðar

Maciej Baginski og liðsfélagar hans í Njarðvík hafa ekki farið …
Maciej Baginski og liðsfélagar hans í Njarðvík hafa ekki farið neitt sérstaklega vel af stað í upphafi tímabils. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svolítið erfitt er að átta sig á hversu sterkt lið Njarðvíkur verður þegar líður á veturinn í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Miklar breytingar urðu á leikmannahópnum þegar menn eins og Elvar Már Friðriksson og Jeb Ivey hurfu á braut. Njarðvík hélt þó Serbanum Mario Matasovic, sem heillaði marga á síðasta tímabili. Er liðið auk þess með fínan kjarna leikmanna sem aldir eru upp hjá félaginu í þeim Loga, Ólafi Helga, Kristni, Jóni Arnóri og Maciej.

„Við erum að ganga í gegnum mannabreytingar og nú er eiginlega nýtt upphaf. Maður veit ekki hvernig maður á að meta liðið akkúrat núna en mér líst mjög vel á þá leikmenn sem eru til staðar. Hópurinn er þéttur og góður en kannski vantar eitt aukapúsl sem við erum að leita að,“ sagði Maciej Stanislaw Baginski þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær.

Vísar hann þar til þess að Njarðvíkingar létu litháíska leikstjórnandann, Evaldas Zabas, fara fyrr í vikunni. Á heimasíðu félagsins kemur jafnframt fram að leit standi yfir að öðrum leikstjórnanda til að fylla það skarð.

Byrjunin ekkert sérstök

Miklar kröfur eru gerðar til liðsins í Njarðvík enda hefur það verið sigursælt í gegnum tíðina. Njarðvík vann ÍR í fyrstu umferðinni en hefur síðan þá tapað fyrir Tindastóli og Keflavík. Heyra má á Maciej að menn séu ekki ánægðir með gengi liðsins í upphafi Íslandsmótins.

„Þessi byrjun er ekkert sérstök hjá okkur. Við höfum verið lengi í gang og ekki fundið rétta taktinn. Það gekk betur í fyrra en liðið er talsvert frábrugðið í vetur og við erum að læra hver inn á annan auk þess sem leikstíllinn hefur breyst.“

Morgunblaðið heldur umfjöllun sinni áfram um liðiðin sem leika í úrvalsdeild karla og á íþróttasíðum blaðsins í dag er fjallað um Njarðvík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »