Stjarnan gerði góða ferð til Grindavíkur

Dagur Kár Jónsson með boltann í kvöld. Nikolas Tomsick fylgist …
Dagur Kár Jónsson með boltann í kvöld. Nikolas Tomsick fylgist vel með. mbl.is/Skúli

Stjörnumenn héldu til Grindavíkur í kvöld og spiluðu þar gegn heimamönnum í Dominosdeild karla í körfubolta. Bæði lið að koma af nokkuð tæpum sigrum í síðustu umferð þar sem úrslit réðust á síðustu sekúndu hjá báðum liðum. Í kvöld voru það hinsvegar Stjörnumenn sem tóku sigur, 95:83. 

Stjarnan hóf leik betur en Grindvíkingar voru fljótir að jafna og jafnt var á flestum tölum til hálfleiks. Það voru Grindvíkingar sem skoruðu síðustu 5 stig fyrri hálfleiks og leiddu þar með 45:40. 

Það var ekki fyrr enn í fjórða leikhluta að dró til tíðinda þegar að Stjörnumenn loksins náðu að slíta sig frá heimamönnum og komu sér í þetta 7-13 stiga forskot. Þetta forskot létu þeir ekki af hendi til loka leiks og sigruðu að lokum. 

Besti maður vallarins, Ægir Þór Steinarsson sem leiddi lið sitt til sigurs í kvöld. 27 stig og 6 stoðsendingar frá kappanum í kvöld. Hjá Grindavík var þeirra atkvæðamestur Jamal Olasawere með 33 stig. og 10 fráköst. 

Grindavík - Stjarnan 83:95

Mustad-höllin, Urvalsdeild karla, 07. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 2:7, 7:9, 12:17, 22:22, 33:28, 35:33, 40:40, 45:40, 48:42, 50:48, 56:55, 63:64, 69:75, 76:80, 78:89, 83:95.

Grindavík: Jamal K Olasawere 33/10 fráköst, Valdas Vasylius 18/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 11/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 7/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 7/10 stoðsendingar.

Fráköst: 22 í vörn, 13 í sókn.

Stjarnan: Ægir Þór Steinarsson 29/5 fráköst/6 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 19/5 stoðsendingar, Jamar Bala Akoh 16/12 fráköst, Kyle Johnson 16/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 8/10 fráköst, Dúi Þór Jónsson 5, Ágúst Angantýsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 34 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 300

Grindavík 83:95 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert