Heldur áfram að gera það gott í Svíþjóð

Elvar Már Friðriksson hefur skorað 16 stig að meðaltali í …
Elvar Már Friðriksson hefur skorað 16 stig að meðaltali í efstu deild Svíþjóðar á þessari leiktíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott í efstu deild Svíþjóðar í körfuknattleik en hann átti stórleik fyrir lið sitt Borås sem vann fjögurra stiga sigur gegn Nässjö á heimavelli í kvöld. 

Leiknum lauk með 76:72-sigri Borås en Elvar skoraði 18 stig í leiknum og var stigahæsti leikmaður liðsins. Þá tók Íslendingurinn fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar á þeim rúmu 27. mínútum sem hann spilaði.

Elvar hefur spilað frábærlega með Borås á tímabilinu og er með 16 stig að meðaltali í leik, þrjú fráköst og sjö stoðsendingar. Borås er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig, jafn mörg stig og Koping Stars, sem á leik til góða á Borås.

mbl.is