Goðsögn með kórónuveiru

Patrick Ewing árið 2016.
Patrick Ewing árið 2016. Ljósmynd/Wikimedia Commons

NBA-goðsögnin Patrick Ewing hefur greinst með COVID-19-sjúkdóminn. Er hann nú í einangrun á spítala í Washington að því er fram kemur í frétt CNN.

Ewing er 57 ára gamall og gerði garðinn frægan með New York Knicks á árum áður en þjálfar í dag háskólalið Georgetown.

„Veiran er alvarleg og ætti ekki að vera tekið af léttúð,” sagði Ewing sem vann sjálfur titil í bandaríska háskólaboltanum á árum áður sem leikmaður Georgetown.

„Ég hef það fínt og mun komast í gegnum þetta,” sagði Ewing.

mbl.is