Kristófer æfir með Val

Kristófer Acox í leik með KR.
Kristófer Acox í leik með KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfuknattleik, virðist vera á leið í Val eins og margir hafa talið líklegt. 

Kristófer hefur verið í Valsheimilinu í dag og er í það minnsta byrjaður að æfa með Val samkvæmt heimildum mbl.is. 

Hjá Val hittir Kristófer fyrir sinn gamla þjálfara hjá KR, Finn Frey Stefánsson, og fyrrverandi samherja Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij. 

mbl.is