Í liði vikunnar í Litháen

Elvar Már Friðriksson hefur spilað frábærlega í Litháen.
Elvar Már Friðriksson hefur spilað frábærlega í Litháen. Ljósmynd/Sveinn Helgason

Körfuknattleikskappinn Elvar Friðriksson átti stórleik fyrir Siauliai þegar liðið heimsótti Lietkabelis í efstu deild Litháen um helgina.

Leiknum lauk með 101:76-sigri Lietkabelis en Elvar skoraði 20 stig og var stigahæstur leikmaður Siauliai.

Þá tók Njarðvíkingurinn fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en frammistaða hans í leiknum skilaði honum sæti í liði umferðarinnar.

Siauliai bíður ennþá eftir sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið er án stiga í tíunda og neðsta sætinu eftir sex umferðir.

mbl.is