Sara sterk og í úrslit

Sara Rún Hinriksdóttir skýtur að körfu Cardiff í dag.
Sara Rún Hinriksdóttir skýtur að körfu Cardiff í dag. Ljósmynd/Leicester Riders

Leicester Riders tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik breska deildabikarsins í körfubolta eftir afar sannfærandi 67:27-sigur á Cardiff í undanúrslitum.

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir lék vel og skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á tæpum 25 mínútum hjá Leicester.

Í úrslitum leikur Leicester við ríkjandi deildabikarmeistara Sevenoaks Suns og verður leikið í janúar.

mbl.is