Meistararnir komnir í efsta sætið

LeBron James og Anthony Davis voru einu sinni sem oftar …
LeBron James og Anthony Davis voru einu sinni sem oftar stigahæstir hjá Lakers í nótt. AFP

Los Angeles Lakers komst í nótt í efsta sæti Vesturdeildar NBA í körfuknattleik með sannfærandi útisigri á Houston Rockets, 120:102.

Lakers varð fyrsta liðið til að vinna átta leiki á tímabilinu en meistararnir hafa tapað þrívegis í þessum fyrstu umferðum deildarinnar. Anthony Davis skoraði 27 stig fyrir Lakers og LeBron James 18 en Christian Wood skoraði 23 stig fyrir Houston og James Harden 20.

San Antonio Spurs náði að mæta með níu menn gegn Minnesota Timberwolves eftir að hafa verið með aðeins átta í næsta leik á undan vegna margra kórónuveirusmita í leikmannahópnum. Breiddin var ekki nóg og Minnesota vann leikinn 96:88. D'Angelo Russell skoraði 27 stig fyrir Minnesota og Lonnie Walker 25 fyrir San Antonio.

Damion Lee tryggði Golden State Warriors sigur á Toronto Raptors í spennuleik, 106:105, með tveimur vítaskotum þegar fjórar sekúndur voru eftir. Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða meira og einn þeirra, Draymond Green, var með bæði tíu stig og tíu stoðsendingar, auk níu frákasta. Pascal Siakam skoraði 25 stig fyrir Toronto og tók 11 fráköst.

Kevin Durant skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Brooklyn Nets en það var ekki nóg og lið hans tapaði fyrir Oklahoma City Thunder á heimavelli, 116:129.

Úrslitin í nótt:

Brooklyn - Oklahoma City 116:129
New York - Denver 89:114
Houston - LA Lakers 102:120
Minnesota - San Antonio 96:88
Golden State - Toronto 106:105
Boston - Miami frestað

Þá fóru tveir leikir fram í gærkvöld:

mbl.is