Góðir KR-ingar ekki nóg

Það var hart barist á Hlíðarenda í gær.
Það var hart barist á Hlíðarenda í gær. mbl.is/Árni Sæberg

KR-ingar náðu í sín fyrstu stig á Íslandsmóti karla í körfubolta í vetur þegar þeir lögðu Valsmenn að velli á Hlíðarenda, 80:71, í gærkvöld.

KR er enn ríkjandi meistari frá 2019 eftir að síðasta mót var blásið af en Vesturbæingar þurftu að glíma við nokkra af sínum margföldu meisturum sem nú eru í hinum rauða búningi Valsmanna. Undir stjórn hins sigursæla KR-ings Finns Freys Stefánssonar.

Tveir þeirra voru atkvæðamestir Valsmanna í leiknum, Jón Arnór Stefánsson nálgast 39 ára afmælið en gefur ekkert eftir og skoraði 20 stig. Kristófer Acox skoraði 17 stig fyrir Val og tók 13 fráköst.

Pavel Ermolinskij náði sér hins vegar ekki vel á strik, átti þó sex stoðsendingar, og aðrir í Hlíðarendaliðinu hefðu þurft að gefa meira af sér. Erlendu leikmennirnir hjá Val náðu ekki tveggja stafa tölu í stigaskori.

KR-ingar virðast hins vegar hafa krækt í mikinn happafeng en Tyler Sabin skoraði 33 stig fyrir þá í leiknum og hefur nú skorað 80 stig í fyrstu tveimur leikjum sínum með liðinu. Þá gerðu bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir sín 13 stigin hvor.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert