Fjölnir með fjórða sigurinn - KR tapar og tapar

Ariel Hearn átti stórleik með Fjölni í kvöld.
Ariel Hearn átti stórleik með Fjölni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðar Fjölnis halda áfram að festa sig vel í sessi í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, á meðan Vesturbæingarnir í KR sitja sem fastast á botninum.

Fjölnir vann leik liðanna í Dalhúsum í Grafarvogi á all sannfærandi hátt í kvöld, 75:68, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 44:32. Fjölniskonur hafa þar með unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á meðan KR hefur tapað öllum fimm leikjum sínum og er í vondum málum.

Ariel Hearn skoraði 30 stig fyrir Fjölni og tók auk þess 15 fráköst. Lina Pikciuté skoraði 15 stig og tók 13 fráköst.

Taryn McCutcheon skoraði 24 stig fyrir KR og Annika Hopopainen var með 21 stig og 9 fráköst.

Gangur leiksins: 4:0, 9:6, 13:13, 22:16, 24:16, 29:20, 35:27, 44:32, 46:36, 49:42, 53:44, 60:50, 63:53, 67:55, 70:61, 75:68.

Fjölnir: Ariel Hearn 30/15 fráköst/6 stoðsendingar, Lina Pikciuté 15/13 fráköst, Sara Carina Vaz Djassi 10/4 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 10, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 7, Margret Osk Einarsdottir 3.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

KR: Taryn Ashley Mc Cutcheon 24/5 fráköst/7 stoðsendingar, Annika Holopainen 21/9 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 9/7 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/9 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 4, Helena Haraldsdóttir 3, Perla Jóhannsdóttir 3.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Aron Rúnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert