NBA-lið í sóttkví og leikjum frestað

Tyus Jones, Brandon Clarke og John Konchar eru leikmenn Memphis …
Tyus Jones, Brandon Clarke og John Konchar eru leikmenn Memphis Grizzlies. AFP

Bandaríska körfuknattleiksliðið Memphis Grizzlies er komið í sóttkví vegna kórónuveirusmita og þremur næstu leikjum þess í NBA-deildinni hefur verið frestað.

Memphis átti að spila þrjá útileiki frá föstudegi til mánudags, fyrst gegn Portland Trail Blazers og síðan tvo leiki við Sacramento Kings, en þeir fara ekki fram í bili.

NBA-deildin tilkynnti þetta fyrir stundu og sagði að margir leikmanna Memphis væru smitaðir og verið væri að skima aðra í lelikmannahópnum.

mbl.is