„Þeir eru aðeins framar en við í dag“

Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. mbl.is/Hari

Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkinga var fremur daufur eftir leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Dominos-deildinni í körfuknattleik í viðtali við mbl.is. 

Logi sagði einfaldlega að Stjörnuliðið væri komið lengra í sínum leik þessa dagana og að sigur þeirra hafi verið sanngjarn.  Logi viðurkenndi að hann fann fyrir því hvernig Stjörnumenn hafi verið líklegri allt kvöldið en trúði því jafnframt alltaf að hans menn hefðu átt möguleika á sigrinum mikilvæga. 

Viðtalið við Loga í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is