KR vann loks fyrsta sigurinn

Úr leiknum í DHL-höllinni í dag.
Úr leiknum í DHL-höllinni í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

KR vann loks sinn fyrsta sigur á tímabilinu í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í dag er liðið lagði Snæfell að velli í Vesturbænum, 78:74.

Vesturbæingar voru búnir að tapa fyrstu átta leikjum sínum og eru í botnsæti deildarinnar, því áttunda, nú með tvö stig, en Snæfell er í 6. sæti með fjögur stig. Annika Holopainen var stigahæst með 33 stig fyrir heimakonur en hún tók einnig flest fráköst, 16 talsins. Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst gestanna með 22 stig.

Þá gerði Valur góða ferð í Borgarnes og vann Skallagrím 91:65. Kiana Johnson var stigahæst gestanna frá Hlíðarenda, skoraði 32 stig er Valsarar unnu sinn sjöunda sigur á tímabilinu og eru nú við hlið Keflavíkur á toppnum sem á þó leik til góða.

KR - Snæfell 78:74

DHL-höllin, Dominos deild kvenna, 21. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 6:0, 17:3, 19:12, 22:15, 29:23, 31:25, 33:29, 41:36, 43:40, 48:45, 56:45, 61:51, 64:54, 68:61, 72:66, 78:74.

KR: Annika Holopainen 33/16 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 19/7 fráköst/12 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 11/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 4/5 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 3, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2, Gunnhildur Bára Atladóttir 2, Björg Guðrún Einarsdóttir 2, Ástrós Lena Ægisdóttir 2.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Snæfell: Anna Soffía Lárusdóttir 22/7 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 16/5 fráköst, Haiden Denise Palmer 15/7 fráköst/8 stoðsendingar, Emese Vida 9/12 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 6, Kamilé Berenyté 6/7 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Aron Rúnarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Skallagrímur - Valur 65:91

Borgarnes, Dominos deild kvenna, 21. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 2:6, 6:13, 10:19, 12:24, 19:25, 21:33, 28:39, 32:44, 37:49, 43:54, 51:62, 57:68, 61:74, 63:78, 65:89, 65:91.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 20, Sanja Orozovic 18/10 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/4 fráköst, Maja Michalska 6, Gunnhildur Lind Hansdóttir 4/5 fráköst, Nikita Telesford 4, Embla Kristínardóttir 3, Arnina Lena Runarsdottir 3.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 32/4 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 15/6 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 14, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13, Hallveig Jónsdóttir 5/4 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 5/7 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 4/11 fráköst, Lea Gunnarsdóttir 2, Nína Jenný Kristjánsdóttir 1/4 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Johann Gudmundsson, Helgi Jónsson.

mbl.is