Þreföld tvenna Hardens í naumum sigri

James Harden var einu sinni sem áður öflugur í liði …
James Harden var einu sinni sem áður öflugur í liði Brooklyn Nets. AFP

James Harden átti frábæran leik fyrir Brooklyn Nets í 112:107-sigri liðsins gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Harden náði þrefaldri tvennu þar sem hann skoraði 38 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar.

Í upphafi fjórða og síðasta leikhluta var Brooklyn 10 stigum yfir, 87:77, en Minnesota gafst ekki upp og minnkaði muninn í 108:107. Lengra komust þeir þó ekki þar sem Harden og Kyrie Irving gerðu síðustu fjögur stig leiksins úr tveimur vítaskotum hvor.

Í liði Minnesota var Karl-Anthony Towns öflugur með tvöfalda tvennu. Hann skoraði 31 stig og tók 12 fráköst.

10 aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt, hér má sjá öll úrslit næturinnar:

Brooklyn – Minnesota 112:107

Washington – Indiana 132:124

New York – Miami 88:98

Boston – New Orleans 109:115

Detroit – Toronto 118:104

Houston - Memphis 110:120

Oklahoma – Dallas 106:127

San Antonio – Sacramento 115:132

Utah – Cleveland 114:75

Golden State – Chicago 116:102

LA Clippers – Milwaukee 129:105

mbl.is