Grindvíkingur í bann

Joonas Järveläinen er kominn í bann.
Joonas Järveläinen er kominn í bann. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Eistlendingurinn í liði Grindavíkur Joonas Järveläinen hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna hegðunar sinnar er Grindavík mætti Keflavík í Dominos-deildinni í körfubolta 22. mars síðastliðinn.

Järveläinen var rekinn út úr húsi eftir átök við Dominykas Milka í liði Keflavíkur og hefur aganefnd KKÍ komist að þeirri niðurstöðu að framherjinn fari í bann.

Eistlendingurinn hefur leikið vel með Grindavík á leiktíðinni og skorað 17,4 stig tekið 5,9 fráköst og gefið 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

mbl.is