Fór á kostum í dramatískum sigri

Stephen Curry átti stórleik fyrir Golden State Warriors í nótt.
Stephen Curry átti stórleik fyrir Golden State Warriors í nótt. AFP

Stephen Curry átti stórleik fyrir Golden State Warriors þegar liðið vann dramatískan eins stigs sigur gegn Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik í San Francisco í nótt.

Leiknum lauk með 122:121-sigri Golden State en Curry gerði sér lítið fyrir og skoraði 41 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en Golden State leiddi með þremur stigum í hálfleik, 53:50. 

Milwaukee leiddi með fimm stigum fyrir fjórða leikhluta en Golden State tókst að snúa leiknum sér í vil á lokamínútunum.

Golden State er í tíunda sæti Vesturdeildarinnar með 24 sigra en Milwaukee er í þriðja sæti Austurdeildarinnar með 32 sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Indiana Pacers 97:113 Chicago Bulls
Toronto Raptors 101:110 Los Angeles Lakers
Boston Celtics 96:106 Philadelphia 76ers
Atalanta Hawks 123:107 New Orleans Pelicans
Los Angeles Clippers 133:116 Portland Trail Blazers
Golden State Warriors 122:121 Milwaukee Bucks
Denver Nuggets 134:119 Detroit Pistons
Miami Heat 112:124 Memphis Grizzlies

mbl.is