Ef ég hætti verður það í kyrrþey

Helgi Már Magnússon, framherji KR, sagði að í kvöld hefðu hans menn ekki mætt nægilega vel stilltir til að spila körfuknattleik og í raun yfirspenntir er liðið tapaði fyrir Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Helgi sagði þetta Keflavíkurlið ekki vera ósvipað lið og KR var þegar það var upp á sitt besta. Hafði góða stjórn á leiknum og hélt sig vel við sitt skipulag. Helgi hefur verið lengi að í boltanum og vildi ekki gefa það upp formlega hvort hann hefði spilað sinn síðasta leik og sagði að ef það væri myndi hann hætta í kyrrþey. 

Helgi Már Magnússon og félagar eru úr leik.
Helgi Már Magnússon og félagar eru úr leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is