Jafnast ekkert á við Jazz

Kawhi Leonard fer vel af stað í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með …
Kawhi Leonard fer vel af stað í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með LA Clippers. AFP

Leikir annarrar umferðar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófust um helgina og eins og oft hefur verið bent á í þessum pistlum í gegnum árin hefst þá loksins keppnin fyrir alvöru – þótt fyrsta umferðin í ár hafi veitt nokkra spennu nú þegar.

Brooklyn Nets vann fyrsta leik sinn í viðureigninni við Milwaukee Bucks á laugardag í Austurdeildinni og léku liðin aftur í nótt. Þetta virðist topprimman í umferðinni og gæti sigurvegarinn farið alla leið.

Við hér á Morgunblaðinu vorum á sjöunda leik Clippers og Dallas hér í Staples Center á sunnudag. Ávallt gaman að fara á sjöunda leik í NBA-rimmu. Leikurinn var jafn og spennandi þar til Clippers skoruðu 24 af síðustu 28 stigum þriðja leikhlutans. Eftir það klóraði Dallas nokkuð í forystuna, en heimamenn innsigluðu sigurinn, 126:111, af yfirvegun.

Luka Doncic var besti maður leiksins með 46 stig og 14 stoðsendingar fyrir Dallas, en hann fékk ekki nægan stuðning samherja og það gerði gæfumuninn. Svo virðist sem Clippers séu að skríða saman og að meiri stöðugleiki sé í leik liðsins en ég hef áður séð frá hópi Tyronne Lue þjálfara. Kawhi Leonard lék sinn venjulega leik með 28 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar.

Of mikið álag

Bent var á í þessum pistlum fyrir fyrstu umferð að meiðsl lykilmanna hefðu sett stórt strik í stöðu liðanna fyrir úrslitakeppnina. Sú staða heldur áfram að hafa áhrif í úrslitakeppninni. Meiðsl lykilmanna hjá meisturum Lakers leiddu til þess að þeir áttu aldrei gott tækifæri til að verja titilinn.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert