Akureyringur heldur vestur um haf

Júlíus Orri Ágústsson (t.h.) í leik með Þórsurum í síðasta …
Júlíus Orri Ágústsson (t.h.) í leik með Þórsurum í síðasta mánuði. mbl.is/Þórir Tryggvason

Körfuknattleiksmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson heldur vestur um haf og spilar með liði í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en hann er á leiðinni í háskóla þar í landi.

Júlíus Orri er 19 ára gamall bakvörður sem hefur allan sinn feril leikið með Þór frá Akureyri en hann lék sinn fyrsta leik fyrir liðið aðeins 14 ára gamall. Það er Karfan.is sem greinir frá fréttunum og segir að Júlíus sé á leiðinni í Caldwell-háskólann í New Jersey. Mun hann spila með háskólaliðinu Caldwell Cougars.

mbl.is