Lætur af störfum eftir 13 ár

Rick Carlisle er hættur með Dallas Mavericks.
Rick Carlisle er hættur með Dallas Mavericks. AFP

Rick Carlisle hefur látið af störfum sem þjálfari NBA-körfuboltaliðsins Dallas Mavericks eftir 13 ára starf.

Mark Cuban, eigandi félagsins, staðfesti tíðindin við ESPN. Carlisle átti tvö ár eftir af samningi sínum við félagið, en kaus að ganga frá borði.

Dallas varð NBA-meistari árið 2011 undir stjórn Carlisles en liðið féll úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar í ár eftir tap fyrir Los Angeles Clippers.

mbl.is