Fimmtíu ára bið á enda

Giannis Antetokounmpo og félagar eru NBA-meistarar.
Giannis Antetokounmpo og félagar eru NBA-meistarar. AFP

Milwaukee Bucks vann loks sinn annan meistaratitil eftir fimmtíu ára bið með sigri á Phoenix Suns, 105:98, í sjötta leik úrslitarimmu NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Milwaukee. Bucks vann þar með einvígið 4:2 eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum.

Lykillinn að sigri Milwaukee var stórleikur Giannis Antetokounmpo, sem skoraði fimmtíu stig, tók fjórtán fráköst og varði fimm skot. Hann var allt í öllu í báðum vítateigum. Í vörn neyddi hann leikmenn Phoenix í hvívetna til að breyta skotum sínum með atorku sinni, og í sókninni hreinlega bar hann liðið á sínum herðum, en aðrir leikmenn Bucks áttu erfitt með að komast í gang.

Geysileg spenna

Ég hef verið svo heppinn að geta fylgst með fjöldanum af rimmum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hér í Los Angeles síðan Staples Center var tekið í notkun fyrir tveimur áratugum og eitt af því sem ég hef tekið eftir er að þegar þessar rimmur fara í sjötta og sjöunda leik, eykst spennan í andrúmsloftinu – bæði utan og innan hallarinnar – og pressan á leikmenn eykst að sama skapi.

Svo var einnig augljóst í þessum lokaúrslitum. Bæði lið komu inn í þennan leik með miklar væntingar á bakinu, sérstaklega heimaliðið, en áhangendur Bucks höfðu beðið hálfa öld eftir að vinna titilinn að nýju.

Sjáðu greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »