Frá Sádi-Arabíu til Keflavíkur

Keflavík hefur náð sér í liðsstyrk fyrir komandi tímabil.
Keflavík hefur náð sér í liðsstyrk fyrir komandi tímabil. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við Brian Halums og mun hann leika með liðinu á komandi leiktíð.

Halums er 23 ára skotbakvörður sem lék síðast með Al Fateh í Sádi-Arabíu. Halums mun ekki leika með Keflavík gegn Tindastóli í bikarnum á morgun, en verður kominn í tæka tíð fyrir byrjun Íslandsmótsins.

Keflavík hafnaði í öðru sæti Íslandsmótsins á síðustu leiktíð eftir tap fyrir Þór frá Þorlákshöfn í úrslitaeinvígi.

mbl.is