Njarðvík á toppinn eftir sigur gegn Fjölni

Sanja Orozovic sækir að Njarðvíkingum í Grafarvoginum í kvöld.
Sanja Orozovic sækir að Njarðvíkingum í Grafarvoginum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aliyah Collier skoraði 28 stig fyrir Njarðvík þegar liðið vann sjö stiga sigur gegn Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í áttundu umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 71:64-sigri Njarðvíkur en ásamt því að skora 28 stig tók Collier fjórtán fráköst.

Jafnfræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Fjölnir var þó með yfirhöndina framan af og leiddi með fimm stigum í hálfleik, 36:31. 

Njarðvík skoraði 18 stig gegn 9 stigum Fjölnis í þriðja leikhluta og náði þannig yfirhöndinni í leiknum. Fjölnir tókst að minnka forskot Njarðvíkur í eitt stig, 64:65, en lengra komust þær ekki og Njarðvík fagnaði sjö stiga sigri.

Lavína Gomes skoraði 18 stig og tók nítján fráköst í liði Njarðvíkur en Aliyah Mazyck var stigahæst í liði Fjölnis með 28 stig.

Njarðvík er með 12 stig í efsta sæti deildarinnar, líkt og Keflavík, en Fjölnir er í þriðja sætinu með 10 stig.

Gangur leiksins:: 2:5, 7:5, 11:7, 15:13, 17:20, 23:22, 29:24, 36:29, 36:31, 36:37, 40:43, 45:49, 53:56, 58:60, 58:65, 64:71.

Fjölnir: Aliyah Daija Mazyck 28/7 fráköst/8 stolnir, Sanja Orozovic 19/7 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 9/4 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6/5 fráköst, Emma Hrönn Hákonardóttir 2.

Fráköst: 17 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 28/14 fráköst/5 stolnir, Lavína Joao Gomes De Silva 18/19 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 10, Diane Diéné Oumou 6/10 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Helena Rafnsdóttir 2, Vilborg Jonsdottir 2/7 fráköst.

Fráköst: 37 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Gunnlaugur Briem.

mbl.is