Skyttur ræða málin (myndskeið)

Stephen Curry hefur verið í miklu stuði í upphafi tímabilsins.
Stephen Curry hefur verið í miklu stuði í upphafi tímabilsins. AFP

Tvær af eitruðustu þriggja stiga skyttum í sögu NBA-deildarinnar í körfuknattleik, Reggie Miller og Stephen Curry, settust niður og ræddu málin. 

Curry er á góðri leið með að slá met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. 

Reggie Miller í kunnuglegri stöðu.
Reggie Miller í kunnuglegri stöðu. Reuters

Reggie Miller sem í seinni tíð hefur starfað sem sjónvarpsmaður og fjallar um NBA segist sjá fyrir sér að Curry stórbæta metið á næstu árum en Curry er 33 ára gamall. Hann gæti því átt eftir að spila mörg ár til viðbótar í deildinni.  

Curry hefur oft sagt frá því að Miller hafi verið uppáhaldsleikmaður hans þegar Curry var að alast upp. Því hafi verið áfangi þegar hann fór fram úr Miller á listanum á sínum tíma en Miller er í 3. sæti listans en Curry í 2. sæti. 

Innslagið á nba.com með þeim félögum má sjá með því að smella hér

mbl.is