Raðaði niður þriggja stiga skotunum

Stephen Curry skoraði sjö þriggja stiga körfur í nótt.
Stephen Curry skoraði sjö þriggja stiga körfur í nótt. AFP

Stephen Curry átti stórleik fyrir Golden Sate Warriors þegar liðið vann öruggan 126:95-sigur gegn Orlando Magic í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í San Francisco í nótt.

Curry skoraði 31 stig og var stigahæstur í liði Golden Sate en hann tók einnig þrjú fráköst í leiknum og gaf átta stoðsendingar.

Alls skoraði hann sjö þriggja stiga körfur úr þrettán tilraunum en Golden State er í efsta sæti vesturdeildarinnr með 20 sigra eftir fyrstu 24 leiki sína.

Þá fór Joel Embiid á kostum í liði Philadelphia 76ers þegar liðið vann Charlotte Hornets í framlengdum leik í Charlotte en Embiid skoraði 43 stig, tók fimmtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Philadelphia er með 13 sigra í sjöunda sæti austurdeildarinnar.

Úrslit næturinnar:

Charlotte – Philadelphia (framlengt) 124:127
Detroit – Oklahoma 103:114
Indiana – Washington 116:110
Miami – Memphis 90:105
Chicago – Denver 109:97
Milwaukee – Cleveland 112:104
Minnsota – Atlanta 110:121
Phoenix – San Antonio 108:104
Golden State – Orlando 126:95
Portland – LA Clippers 90:102

mbl.is