Valsmenn fóru illa með Stólana

Kristófer Acox átti stórleik í kvöld.
Kristófer Acox átti stórleik í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur vann öruggan 96:71-sigur á Tindastóli þegar liðin mættust í Origo-höllinni að Hlíðarenda í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í kvöld.

Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og leiddi Valur með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, 23:22.

Valsmenn hertu aðeins tökin í öðrum leikhluta og var með átta stiga forskot í hálfleik, 47:39.

Í síðari hálfleik héldu heimamenn einungis áfram að auka forskot sitt og unnu að lokum afar sannfærandi 25 stiga sigur, 96:71.

Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox átti frábæran leik fyrir Val þegar hann náði tvöfaldri tvennu. Skoraði hann 24 stig og tók 12 fráköst.

Stigahæstur í leiknum var hins vegar liðsfélagi hans Pablo Bertone, sem átti sömuleiðis stórleik og skilaði 32 stigum.

Stigahæstur í liði Tindastóls var Javon Bess með 22 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert